Ökuréttindi

AM – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Léttu bifhjóli á tveimur eða þremur hjólum, með vélarstærð ekki yfir 50cc ekki hannað fyrir meiri hraða en 45 km.

A1 – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifhjóli á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdar-hlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg, einnig bifhjóli á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kW, réttindi í AM-flokki fylgir.

A2 – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifhjóli, en undir það flokkast:
tvíhjóla bifhjól með eða án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,2kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 35 kW,
ökutæki í AM og A1-flokki og
torfærutæki s.s. vélsleða.

A – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifhjóli, en undir það flokkast
bifhjól á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,
ökutæki sem flokkast undir A2-flokk og
tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,2 kW/kg, eða vélarafl fer yfir 35 kW.

BE – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.

C – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

C1 – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

CE – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.

C1E – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg og bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg.

D – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

D1 – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið sem er ekki lengri en 8 m og gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

DE – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.

T – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Dráttarvél í almennri umferð með eftirvagn/tengitæki.

D1E – Réttindi

Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.

Miðási 1   |   700 Egilsstöðum   |   893 3652   |   oa@okuskoliausturlands.is   |   kt. 521101-3260