Meirapróf
Ökuskóli Austurlands kennir og útvegar allt sem þarf til meiraprófs. Meirapróf er samheiti yfir nokkrar tegundir bílprófa. Hægt er að taka meirapróf á leigubíla, hópferðabíla og vörubíla (með eða án eftirvagns). Námið er bæði bóklegt og verklegt og útskrifast nemendur með aukin ökuréttindi í ákveðnum réttindaflokki.
Aukin ökuréttindi (Meirapróf)
Hefja má nám til aukinna ökuréttinda 6 mánuðum áður en réttindaaldri er náð. Aldursmörk fyrir vörubíl, eftirvagn og leigubíl eru frá 18 til 23 ára. Sjá nánar hér.
Námið skiptist í grunnnám, framhaldsnám og verklegt nám.
- Grunnnám:
Umferðarfræði, 12 kennslustundir
Umferðarsálfræði, 12 kennslustundir
Skyndihjálp, 16 kennslustundir
Bíltækni 12 kennslustundir
- Fyrir vörubílaréttindi bætast við grunnnámið:
Stór ökutæki, 32 kennslustundir
12 ökutímar
- Fyrir eftirvagnaréttindi bætast við vörubílanámið:
Eftirvagnar, 4 kennslustundir
7 ökutímar
- Fyrir rútubifreiðaréttindi bætast við grunnnámið:
Stór ökutæki, 32 kennslustundir
Ferða og farþegafræði, 16 kennslustundir
12 ökutímar (8 tímar viðbót ef viðkomandi er með próf á vörubíl)
- Fyrir farþegaflutninga á 8 farþega bíl og minna (leigubíl) bætist við grunnámið:
Ferða og farþegafræði, 16 kennslustundir
3 ökutímar
Verðskrá:
Gildir frá 1. jan 2024
- Vörubíll C1 – 210.000kr
- Vörubíll C – 395.000kr
- Vörubíll + eftirvagn – 535.000kr
- Eftirvagn CE – 155.000kr
- C1 + C1E- 250.000kr
- Rúta D – 440.000kr
- Rúta D1 9-16 farþ. – 290.000kr
- D1 + D1E – 320.000kr
- Leigubíll – 180.000kr
- Öll réttindi C+CE+D – 705.000kr
- D í viðbót við C – 230.000kr
- D í viðbót við D1 – 240.000kr
- C í viðbót við C1 – 240.000kr
Eftirspurnir varðandi verðskrá og aðrar samsetningar en koma fram er hægt að koma til skila með hnappnum hér fyrir neðan.
Vakin er athygli á þeim möguleika að sækja um styrki frá t.d. verkalýðsfélögum og fræðslusjóðum.
Miðási 1 | 700 Egilsstöðum | 893 3652 | oa@okuskoliausturlands.is | kt. 521101-3260