Endurmenntun

Allir sem stjórna ökutækjum í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni skulu sækja endurmenntun í formi 5 námskeiða á 5 ára fresti. 

30. apríl  Umferðaöryggi-bíltækni frá kl 13-20
1. maí     Vöruflutningar frá kl 9-16
2. maí     Lög og reglur frá kl 9-16
8. maí     Skyndihjálp frá kl 9-16

Endurmenntunarnámskeið

Dagsetningar verða kynntar þegar nær dregur.

Námið

Fjöldi kennslustunda skal vera 35 stundir í 7 stunda lotum síðustu fimm árin fyrir endurnýjun réttinda. Námið samanstendur því af fimm stuttum námskeiðum sem má dreifa á þetta tímabil en verður að vera lokið fyrir endurnýjun ökuskírteinis. Hverri lotu má skipta niður á tvo samliggjandi daga innan 24 klukkustunda.

Kjarni:

  • Vistakstur – öryggi í akstri:
    Markmiðið er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi.
  • Lög og reglur:
    Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.
  • Umferðaröryggi – bíltækni:
    Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.

Valkjarni:

7 eða 14 kennslustundir. Farþega- og vöruflutningar. Bílstjóri með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni getur valið um að taka annan hluta eða báða. Bílstjóri eingöngu með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni verður að taka farþegaflutningahlutann og bílstjóri eingöngu með réttindi til vöruflutninga verður að taka vöruflutningahlutann.

Val (ef þarf):

7 kennslustundir. Í vali getur bílstjóri sótt sérhæft námskeið sem fellur undir námskrá Samgöngustofu fyrir flokka aukinna ökuréttinda frá janúar 2005. Sérhæft námskeið í vali skal viðurkennt af Samgöngustofu.

  • Farþegaflutningar:
    Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.
  • Vöruflutningar:
    Markmiðið er að bílstjórinn gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.
  • Skyndihjálp:
    Markmiðið er að bílstjórinn:
    • Þekki undirstöðuatriði í skyndihjálp.
    • Þekki 4 skref skyndihjálpar; að tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
    • Geti veitt skyndihjálp í neyðartilfellum.
    • Sýni ábyrgð á slysstað og taki frumkvæði við stjórnun á vettvangi í neyðartilfellum.

Upplýsingar frá Samgöngustofu og Stjórnarráði Íslands.

Miðási 1   |   700 Egilsstöðum   |   893 3652   |   oa@okuskoliausturlands.is   |   kt. 521101-3260