Vinnuvélaréttindi
Vinnuvélanámskeið Ökuskóla Austurlands gefa rétt til prófs á allar gerðir og stærðir vinnuvéla. Námskeiðið er samkvæmt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins og nauðsynlegt til þess að geta tekið verklegt próf og öðlast vinnuvélaréttindi.
Stóra vinnuvélanámskeiðið
Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á og er 80 kennslustundir. Námskröfur eru að nemandi hafi náð 16 ára aldri, en almenn ökuréttindi eru forsenda þess að geta verið með vinnuvélar í umferð utan lokaðra vinnusvæða.
- Staðbundnir kranar og byggingarkranar – A flokkur
- Farand- og hleðslukranar stærri en 18 tm – B flokkur
- Brúkranar (ekki almennt krafist réttinda) – C flokkur
- Körfukranar og steypudælu kranar – D flokkur
- Gröfur þyngri en 4000 kg – E flokkur
- Hjólaskóflur – F flokkur
- Jarðýtur – G flokkur
- Vegheflar – H flokkur
- Minni jarðvinnuvélar og dráttarvélar með tækjabúnaði – I flokkur
- Lyftarar með 10 tonna lyftugetu og minni – J flokkur
- Lyftarar með meiri en 10t lyftigetu – K flokkur
- Valtarar – L flokkur
- Útlagningarvélar – M flokkur
- Hleðslukranar minni en 18 tm – P flokkur
Miðási 1 | 700 Egilsstöðum | 893 3652 | oa@okuskoliausturlands.is | kt. 521101-3260